14 metra há flóðbylgja

Miklar skemmdir urðu á Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu í Tomioka í …
Miklar skemmdir urðu á Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu í Tomioka í Fukushima héraði Japans. Reuters

Risaflóðbylgjan sem skall á kjarnorkuverið í Fukushima var að minnsta kosti 14 metra há að sögn japanska raforkufyrirtækisins TEPCO. Forsvarsmenn fyrirtækisins töldu í upphafi að flóðbylgjan sem fór yfir kjarnakljúf númer 1 hafi verið 10 metra há.

Jarðskjálftinn sem varð norðaustur af Japan mældist 9 stig. Gríðarlega háar flóðbylgjur fylgdu í kjölfarið og ollu þær meiriháttar eyðileggingu og manntjóni. Miklar skemmdir urðu á kælikerfi kjarnorkuversins og varð að grípa til neyðarúrræða til að koma í veg fyrir bráðnun í kjarnakljúfum kjarnorkuversins. Þá hafa geislavirk efni leið út í andrúmsloftið.

„Við teljum að hæðin hafi verið rúmlega 14 metrar. Við höfum fundið ummerki eftir flóðbylgjuna í svo mikilli hæð,“ segir Naoki Tsunoda, talsmaður TEPCO. Hann segir að bylgjan hafi verið 14 metrar þegar hún fór yfir bílastæði kjarnorkuversins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert