Átta þúsund uppreisnarmenn látnir

Amr Moussa, formaður Arababandalagsins.
Amr Moussa, formaður Arababandalagsins. Reuters

Rúmlega átta þúsund uppreisnarmenn hafa látið lífið í byltingunni gegn Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, að sögn Abdel Hafiz Ghoga, talsmanns stjórnar uppreisnarmanna í landinu.

Ghoga gagnrýnir Amr Moussa, formann Arababandalagsins, fyrir ummæli sem hann lét falla um hernaðaraðgerðir vestrænna ríkja í Líbíu. Arababandalagið hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að banna flug yfir Líbíu í síðustu viku til þess að vernda almenna borgara en í gær fordæmdi Moussa sprengjuárásir á almenna borgara. „Það sem er að gerast í Líbíu er í andstöðu við tilgang þess að setja loftferðabann en það sem við viljum er að vernda almenna borgara,“ sagði Moussa.

Ghoga svaraði um hæl og sagðist hissa á ummælunum. „Hvaða fyrirkomulag stöðvar útrýmingu líbísku þjóðarinnar, hvaða fyrirkomulag, Hr. formaður?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert