Sonur Gaddafi sagður látinn

Stuðningsmaður Muammar Gaddafi skoðar ummerki eftir loftárásirnar.
Stuðningsmaður Muammar Gaddafi skoðar ummerki eftir loftárásirnar. Reuters

Óstaðfestar fréttir herma að Khamis Gaddafi, sonur Muammer Gaddafi leiðtoga Líbíu, hafi látist í loftárásum á landið.

Tveir arabískir miðlar sögðu frá því í morgun að sonur Gaddafi hefði særst alvarlega. Al-Arabiya sagði að hann hefði særst og berðist nú fyrir lífi sínu. Al-Manara sagði að Khamis Gaddafi, yngsti sonur Gaddafi, hefði látist í gær af sárum sínum.

Breska blaðið Guardian segir frá þessu í dag, en segist ekki hafa getað fengið staðfesta að Khamis Gaddafi sé látinn.

Dabladet í Noregi segir að að Khamis Gaddafi hafi særst í loftárásum Nató á laugardag og hafi hlotið alvarleg brunasár. 

Harðir bardagar hafa verið við borgina Misrata í Líbíu í dag og í gær. Fullyrt er að hermenn í borgaralegum klæðnaði fari um og skjóti á fólk.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert