Taka ekki þátt fyrr en skipulagið er ljóst

Ein af norsku F-16 herþotunum sem flaug frá Bodø í …
Ein af norsku F-16 herþotunum sem flaug frá Bodø í Noregi til Sikileyjar á Ítalíu. Reuters

Grete Faremo, varn­ar­málaráðherra Nor­egs, seg­ir að norsk­ar herþotur muni ekki taka þátt í hernaðaraðgerðunum í Líb­íu á meðan það sé óljóst hverj­ir stýri her­sveit­un­um. Norðmenn hafa sent sex herþotur til Ítal­íu og eru þær í viðbragðsstöðu.

„Þeir hafa ekki fengið skip­un um að taka þátt,“ sagði Faremo við norsku frétta­stof­una NTB.

„Þeir þurfa að fá nýj­ar skip­an­ir og á meðan munu þeir ekki taka þátt í aðgerðunum. Til að það geti gerst verður hernaðar­skipu­lag að liggja fyr­ir. Það gæti tekið nokkra daga,“ sagði hún enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert