Taka ekki þátt fyrr en skipulagið er ljóst

Ein af norsku F-16 herþotunum sem flaug frá Bodø í …
Ein af norsku F-16 herþotunum sem flaug frá Bodø í Noregi til Sikileyjar á Ítalíu. Reuters

Grete Faremo, varnarmálaráðherra Noregs, segir að norskar herþotur muni ekki taka þátt í hernaðaraðgerðunum í Líbíu á meðan það sé óljóst hverjir stýri hersveitunum. Norðmenn hafa sent sex herþotur til Ítalíu og eru þær í viðbragðsstöðu.

„Þeir hafa ekki fengið skipun um að taka þátt,“ sagði Faremo við norsku fréttastofuna NTB.

„Þeir þurfa að fá nýjar skipanir og á meðan munu þeir ekki taka þátt í aðgerðunum. Til að það geti gerst verður hernaðarskipulag að liggja fyrir. Það gæti tekið nokkra daga,“ sagði hún ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert