Gates: Þjóðin ákveði framtíð Gaddafis

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það væri betra fyrir Líbíu ef Múammar Gaddafi færi frá völdum. Hann segir hins vegar að það sé þjóðarinnar að taka ákvörðun um framtíð Líbíuleiðtogans.

Í viðtali við rússnesku fréttastofuna Interfax ítrekaði Gates þá afstöðu bandarískra stjórnvalda að það sé ekki meginmarkmið hernaðaraðgerða Vesturveldanna í Líbíu að koma Gaddafi frá völdum.

„Ég held að það liggi í augum uppi að Líbíu sé betur borgið án Gaddafi,“ segir Gates, sem er staddur í St. Pétursborg í tveggja daga opinberri heimsókn.

„Það er hins vegar Líbíumanna að ákveða það,“ segir hann og bætir við að hann telji líklegt að landsmenn muni reyna að koma Gaddafi frá.

„Það væru hins vegar mistök af okkar hálfu að gera það að aðal markmiði hernaðaraðgerðanna,“ sagði hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert