Bandarísk herþota hrapar í Líbíu

Herþota á flugi yfir Líbíu.
Herþota á flugi yfir Líbíu. Reuters

Bandarískir embættismenn segja að bandarísk herþota af gerðinni F-15 Eagle hafi hrapað í Líbíu. Þá segja þeir að tveir hafi verið um borð en að þeim hafi tekist að skjóta sér út úr vélinni.

Ekki liggur fyrir hvar í Líbíu herþotan brotlenti. Talsmaður Bandaríkjahers segir hins vegar að ekkert bendi til þess að vélin hafi verið skotin niður.

Búið er að hafa uppi á öðrum flugmanninum og sakaði hann ekki. Verið er að leita að hinum flugmanninum.

Loftárásir á skotmörk í Líbíu héldu áfram þriðju nóttina í röð. Hafa sprengingar og skothvellir frá loftvarnabyssum heyrst nálægt höfuðstöðvum Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga í Trípólí, höfuðborg landsins. 

Bardagar geisa enn á milli hersveita Gaddafis og uppreisnarmanna, þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé af hálfu líbískra stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert