Meirihluti Breta telur að ekki eigi að hætta lífi breskra hermanna til að reyna að vernda líf líbískra borgara og 43% er á móti loftárásum á Líbíu.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem ITV-fréttastofan lét gera. 53% svarenda vildu ekki að lífi breskra hermanna yrði sett í hættu til að vernda óbreytta borgara í Líbíu.
35% sögðu að það væri rétt af Bretum að taka þátt í aðgerðum til að tryggja flugbann yfir Líbíu í samræmi við samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en 43% voru andstæðrar skoðunar. 22% höfðu ekki myndað sér skoðun á málinu.
Ályktun til stuðnings hernaðaraðgerðum var samþykkt með miklum mun á breska þinginu í gærkvöldi.