„Ég er hér enn"

„Ég er hér enn," sagði Múammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Tripoli í kvöld en ávarpinu var sjónvarpað beint í líbíska ríkissjónvarpinu. 

Fólkið hrópaði og veifaði grænum fána Líbíu.  Gaddafi sagði, að líbíska þjóðin væri „loftvarnir" landsins. Hét hann því að baráttunni gegn vesturveldunum verði haldið áfram. „Við munum sigra að lokum," sagði hann að sögn Reutersfréttastofunnar.  

„Ég óttast hvorki storma við sjóndeildarhring né flugvélarnar sem varpa svartri eyðileggingu. Ég stend kyrr, hús mitt er hér og tjaldið... Ég er réttmætur eigandi og skapari morgundagsins. Ég, ég er hér," sagði Gaddafi að sögn BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert