Enn ráðist á óbreytta borgara

Stuðningsmenn Gaddafis.
Stuðningsmenn Gaddafis. Reuters

Ekkert lát virðist vera á árásum hersveita Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, á óbreytta borgara, þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé af hálfu líbískra stjórnvalda. Samuel Locklear, bandarískur flotaforingi, segir Gaddafi brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna með aðgerðum sínum.

Að sögn Locklear er búið að hafa uppi á báðum flugmönnunum bandarísku herþotunnar sem hrapaði í Líbíu í gær. Þeim tókst báðum að skjóta sér út úr vélinni og fannst annar skömmu síðar. Leitað var að hinum flugmanninum, sem fannst að lokum hjá hersveitum Gaddafis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka