Loftvarnaskothríð lýsti upp kvöldhimininn yfir Tripoli, höfuðborg Líbíu, eftir að myrkra tók og sprengingar kváðu við. Er þetta fjórða kvöldið í röð, sem gerðar eru loftárásir á skotmörk við borgina.
Ekki var ljóst hvar sprengingarnar voru en aðgerðir hófust á laugardag til að framfylgja flugbanni, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað að setja á Líbíu.