Líbískir uppreisnarmenn vilja að samið verði tafarlaust um vopnahlé og að umsátrinu um líbískar borgir verði aflétt. Þetta kom fram á fundi leiðtoga uppreisnarmanna og sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í Tobruk í gær.
Er þetta fyrsti fundurinn sem Abdel Elah Al Khatib á með uppreisnarmönnunum en hann vildi „heyra þeirra skoðun og afstöðu til ástandsins í Líbíu.“
Átök brutust út á milli stuðningsmanna og uppreisnarmanna í borginni Yafran, sem er staðsett suðvestur af höfuðborginni Trípolí, í gær og í dag. A.m.k. níu hafa fallið í átökunum.