Habib el-Adly innanríkisráðherra Egyptalands og fjórir aðrir háttsettir embættismenn verða ákærðir fyrir að hafa gefið fyrirskipanir um að skotið yrði á fólk sem krafðist afsagnar forseta landsins.
Meira en 360 létust í mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu, en þeim lauk með því að Hosni Mubarak sagði af sér forsetaembætti. Í aðgerðum stjórnvalda voru notaðar gúmmíkúlur, táragas og vatnsbyssur en einnig skotvopn til að halda aftur að mótmælendum.