Bretar lækka álögur á eldsneyti

Osborne kynnir fjárlögin á þingi í dag.
Osborne kynnir fjárlögin á þingi í dag. Reuters

George Osborne, fjármálaráðherra Breta, tilkynnti á þingi í dag að dregið yrði úr tollum á eldsneyti til að koma til móts við fjölskyldur. Á lækkunin að skila sér í hagvexti og fleiri störfum.

Rðaherrann sagði við kynningu á fjárlögum á breska þinginu í dag, að með þessu væri hann að „dæla eldsneyti í eldsneytistank breska hagkerfisins“. Á móti munu álögur á olíu- og gasframleiðslu hækka. Álögur ríkisins minnkuðu um eitt pence á lítra klukkan sjö í kvöld. Þá var einnig hætt við eins pence hækkun á eldsneyti, sem síðasta ríkisstjórn hafði ákveðið og átti að eiga sér stað í næstu viku.

Í tæplega klukkustundar langri ræðu ráðherrans kom einnig fram að lækka ætti fyrirtækjaskatt um tvö prósent umfram þá eins prósents lækkun sem hafði þegar verið ákveðin. Ráðherrann sagði einnig að frekari lækkanir á fyrirtækjaskatti myndu koma síðar. Þannig á fyrirtækjaskatturinn á endanum að fara úr 28% í 23%. Bankaskattur mun hins vegar hækka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert