Kranavatn í Tókíó og Fukushima inniheldur geislavirkt joð, sem er yfir þeim mörkum sem örugg eru fyrir ungbörn.
Foreldrum hefur verið ráðlagt að gefa börnum sínum ekki vatn úr krana á meðan þetta varir. Vatnið inniheldur 210 bekerel af geislavirkum efnum, en ekki er ráðlagt að ungbörn neyti vatns sem er meira en 100 bekerel.
Bekerel er mælieining fyrir geislavirkni Eitt bekerel er það magn geislavirkni sem samsvarar einni kjarnabreytingu á hverri sekúndu.
Geislavirk efni hafa borist út í andrúmsloftið frá jarðskjálftanum í Japan og hefur geislavirkt joð fundist í vatni víða um landið; í Gunma, Tochigi, Saitama, Chiba og Niigata sýslum.