Hryðjuverkaárás í Jerúsalem

Ísraelsk stjórnvöld segja að hryðjuverkamenn hafi staðið á bak við sprengjuárás í Jerúsalem í dag með þeim afleiðingum að 25 særðust, þar af 15 lífshættulega.

Fjölmenni var að bíða eftir strætisvagni þegar sprengjan sprakk við biðstöðina í miðborginni kl. 15 að staðartíma (kl. 13 að íslenskum tíma). Hún var öflug og hún heyrðist víða í Jerúsalem. Þá sprungu rúður í tveimur strætisvögnum sem voru þéttsetnir.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi og sáust þeir bera særða inn í sjúkrabíla.

Yitzhak Aharonovitch, öryggismálaráðherra Ísraels, segir að sprengja hafi verið ofan í tösku sem var skilin eftir við stoppistöðina.

Sjúkrabílar á vettvangi í Jerúsalem.
Sjúkrabílar á vettvangi í Jerúsalem. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert