Íbúum Detroit fækkar hratt

Tómar byggingar í miðborg Detroit. Af vef Google maps.
Tómar byggingar í miðborg Detroit. Af vef Google maps.

Und­an­far­inn ára­tug hef­ur íbú­um í Detroit í Banda­ríkj­un­um fækkað um fjórðung, en skv. töl­um banda­rísku hag­stof­unn­ar búa nú um 714.000 í borg­inni. Þeir hafa ekki verið færri í heila öld, eða frá ár­inu 1910.

Lengi vel var borg­in þekkt sem bíla­borg­in Detroit þar sem nóg var um vinnu. Borg­in var á há­tindi sín­um á á sjötta ára­tug síðustu ald­ar, en það er af sem áður var. Þá bjuggu um tvær millj­ón­ir í borg­inni, að því er seg­ir á vef Wall Street Journal.

Nú er erfitt að fá vinnu og í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins lögðust mörg hverfi nán­ast í eyði. Nú eru tvö­falt fleiri auð hús í borg­inni en var fyr­ir 10 árum, eða alls um 80.000 hús. Þar er ríf­lega fimmt­ung­ur alls hús­næðis í borg­inni.

Seg­ir á vef WSJ að þeldökk­ir íbú­ar hafi á sl. tíu árum flutt í unn­vörp­um úr borg­inni og í út­hverf­in. Aldrei í sög­unni hafi íbú­um borg­ar­inn­ar fækkað jafn hratt á jafn skömm­um tíma.

Emb­ætt­is­menn eiga erfitt með að trúa þess­um töl­um og hef­ur Dave Bing, borg­ar­stjóri Detroit, farið fram á end­urtaln­ingu. 

Alls hafa 237.000 yf­ir­gefið borg­ina á þess­um tíma, þar á meðal 185.000 þeldökk­ir íbú­ar og 41.000 hvít­ir íbú­ar. 

Árið 1950 var Detroit fimmta stærsta borg Banda­ríkj­anna, á eft­ir New York, Chicago, Fíla­delfíu og Los Ang­eles. Í kring­um 1990 var hún á meðal 10 fjöl­menn­ustu borg­anna. Nú þykir lík­legt að hún endi í 19. sæti á eft­ir Indi­ana­pol­is og Col­umbus í Ohio.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert