Ríkisstjórn Portúgals að falla

José Sócrates forsætisráðherra og Fernando Teixeira fjármálaráðherra
José Sócrates forsætisráðherra og Fernando Teixeira fjármálaráðherra Reuters

Efnahagsáætlun portúgölsku stjórnarinnar var felld í atkvæðagreiðslu á þingi í kvöld. Búist er við að Jose Socrates forsætisráðherra landsins tilkynni um afsögn sína fljótlega.

Allir fimm stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi greiddu atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnar sósíalistum niðurskurð í ríkisútgjöldum og hækkun skatta. Frumvarpinu var ætlað að tryggja að ekki þyrfti að koma til milljarða aðstoð líkt og Grikkland og Írland fengu á síðasta ári. 

Búist er við að þessi niðurstaða geti haft veruleg áhrif á gengi evrunnar, en Portúgal hefur átt í verulegum efnahagserfiðleikum og margir óttast að landið sé á sömu leið og Grikkland og Írland.

Socrates hafði hótað afsögn ef frumvarpið yrði fellt. Hann sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að landið yrði stjórnlaust ef frumvarpið yrði fellt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert