Evo Morales, forseti Bólivíu og Vladimir Zhirinovsky, formaður stjórnmálaflokks í Rússlandi, hafa báðir óskað eftir því að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, verði sviptur friðarverðlaunum Nóbels, sem hann hlaut árið 2009.
Zhirinovsky gaf út yfirlýsingu á mánudag þar sem hann sagði að það væri hræsni að Obama héldi verðlaununum í ljósi atburðanna í Líbíu upp á síðkastið.
Morales tók undir orð Zhirinovsky. „Hvernig getur það staðist að friðarverðlaunahafi Nóbels leiði innrás? Þetta er hvorki verndur mannréttinda né sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði Morales, sem hefur lagst gegn árás á Líbíu.
Nóbelsverðlaunanefndin hefur verið gagnrýnd bæði í Bandaríkjunum og víðar fyrir val sitt árið 2009. Hlaut hann verðlaunin meðal annars fyrir að stuðla að bættum samskiptum milli þjóða og samvinnu fólks.