Vilja svipta Obama friðarverðlaunum

Evo Morales, forseti Bólivíu.
Evo Morales, forseti Bólivíu. Reuters

Evo Morales, forseti Bólivíu og Vladimir Zhirinovsky, formaður stjórnmálaflokks í Rússlandi, hafa báðir óskað eftir því að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, verði sviptur friðarverðlaunum Nóbels, sem hann hlaut árið 2009.

Zhirinovsky gaf út yfirlýsingu á mánudag þar sem hann sagði að það væri hræsni að Obama héldi verðlaununum í ljósi atburðanna í Líbíu upp á síðkastið.

Morales tók undir orð Zhirinovsky. „Hvernig getur það staðist að friðarverðlaunahafi Nóbels leiði innrás? Þetta er hvorki verndur mannréttinda né sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði Morales, sem hefur lagst gegn árás á Líbíu.

Nóbelsverðlaunanefndin hefur verið gagnrýnd bæði í Bandaríkjunum og víðar fyrir val sitt árið 2009. Hlaut hann verðlaunin meðal annars fyrir að stuðla að bættum samskiptum milli þjóða og samvinnu fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert