Vinna að samkomulagi um að Nató taki við

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt flugbann yfir Líbíu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt flugbann yfir Líbíu. Reuters

Bretland, Frakkland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um að Nató taki við yfirstjórn hernaðaraðgerða gegn Líbíu og að bandalagið framfylgi ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um flugbann. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian.

Í blaðinu segir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi verið í símasambandi við Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og að leiðtogarnir hafi náð samkomulagi sem lagt verði fyrir 28 aðildarríki Nató. Obama hefur lagt áherslu á að arbararíki eins og Qatar og Sameinuðu arabísku furstadæmin taki þátt í að framfylgja flugbanni.

Obama hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni fljótlega hætta yfirumsjón með aðgerðum gegn Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert