Næstum 9 af hverjum tíu íbúum Bosníu styður að landið gangi í Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar um viðhorf til ESB.
Könnunin leiddi í ljós að 88% Bosníumanna styðja aðild. Evrópusambandið hefur sett það skilyrði fyrir því að hefja viðræður um aðild að Bosníumenn gerir breytingar í mannréttindamálum, á stjórnarskrá og fleiru. Átök eru innan landsins milli hópa af ólíkum uppruna um þessar breytingar, en þessi átök hafa sett aðildarumsókn í ákveðna sjálfheldu.
Stuðningur við aðild er mestur meðal múslímskra Bosníumanna eða 97%, en 85% Bosníu-Króata styðja aðild og 78% Bosníu-Serba.
93% svarenda töldu að ríkisstjórnin ætti að hraða umbótum í samræmi við það sem ESB hefur sett sem skilyrði fyrir umsókn.
Árið 2008 skrifuðu stjórnvöld í Bosníu og ESB undir stöðugleika- og samstarfssamning, en litið hefur verið á hann sem fyrsta skref í átt til formlegar umsóknar um aðild.