Efnaðir einræðisherrar

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýumanna, hefur víða komið aurunum sínum í …
Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýumanna, hefur víða komið aurunum sínum í geymslu. Reuters

Einræðisherrar og einræðisstjórnir hafa fjárfest að andvirði um 37 milljarða sænskra króna (um 672 milljarða ÍKR) í Svíþjóð, að sögn fréttavefjarins E24. Þeirra á meðal er Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu.

Fréttavefurinn greinir frá því að fjárfestingasjóðir í eigu einræðisherra og einræðisríkja hafi fjárfest í sænskum fyrirtækjum. Nefnt er til dæmis að Sádi-Arabar eigi fjórðung í lækningatæknifyrirtækinu Elektas.

Þá er nefnt að lönd á borð við Abu Dhabi, Kúveit og Singaporehafi einnig fjárfest í sænskum fyrirtækjum. Líbía hefur einnig fjárfest í a.m.k. 35 löndum, þar á meðal á líbíski olíusjóðurinn LIA hlut í Kubal álverinu í Sundsvall. 

Litlu munaði að fjárfestingasjóður Líbíustjórnar eignaðist Kaupþing í Lúxemburg árið 2009 eins og kom fram í frétt mbl.is á sunnudaginn var, Hittu Gaddafi í Líbíu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert