Stuðningsmenn Gaddafis forseta Líbíu beita nú ýmsum áróðri til að fá landsmenn á sitt band. Í útsendingu á ríkissjónvarpsstöð Líbíu hélt fréttamaðurinn á riffli og lýsti yfir óbilandi trú sinni og stuðningi við Gaddafi.
Talsmenn Gaddafis, forseta Líbíu, segjast einungis beita hernaði til að verjast árásum bandamanna.
Fréttatímar stöðvarinnar eru fullir af myndum af særðu fólki á spítölum, sem er sagt hafa orðið fyrir árásum bandamanna.
Líbísk stjórnvöld ásaka Vesturveldin um að hafa drepið óbreytta borgara en hafa ekki viljað sýna neinar tölur eða staðreyndir því til staðfestingar.