Jarðskjálfti upp á sjö stig mældist á austurhluta Búrma í dag. Upptök skjálftans voru um hundrað og tíu kílómetra frá Chiang Rai, Taílandi, sem er vinsæll ferðamannastaður. Engar fregnir hafa borist af látnu fólki eða slösuðu.
Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi, sem er nokkuð grunnt. Ekki hefur verið varað við flóðbylgju, en jarðeðlisfræðingar segja að það sé ólíklegt að hættuleg flóðbylgja komi í kjölfarið því skjálftinn var ekki á hafi úti.