Leki geislavirkra efna rannsakaður

Ríkisstjórn Japans segir að rannsókn sé hafin á því hvað varð þess valdandi að geislavirk efni láku frá kjarnorkuverinu í Fukushima með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn versins voru fluttir á sjúkrahús.

Stjórnendur kjarnorkuversins segja að geislavirk efni í hættulega miklu magni hafi mælst í vatni við einn af kjarakljúfunum og óttast menn að kjarninn hafi skemmst.

Yukio Edano, talsmaður ríkisstjórnarinnar, segir að viðamikil rannsókn sé hafin til að komast að því hvað olli lekanum í Fukushima Daiichi verinu. Rannsóknir hafi leitt í ljós að geilsavirkni í vatninu í kjarnakljúf 3 hafi mælst 10.000 sinnum hærri en eðlilegt þykir.

Kjarnorkumálastonfun Japans telur að kjarnakljúfurinn hafi skemmst, en stofunin hefur ekki viljað tjá sig nánar um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert