Mótmæli breiðast út í Sýrlandi

Stuðningsmenn Assad veifa fánum í Damascus.
Stuðningsmenn Assad veifa fánum í Damascus. Reuters

Mótmæli hafa breiðst út í Sýrlandi í dag. Mótmælendur hafa þust út á götum í bæjum og borgum víða um land, m.a. í Damascus, höfuðborg landsins. Óstaðfestar fréttir herma að mannfall hafi orðið í þremur borgum í dag.

Í gær tilkynntu stjórnvöld í Sýrlandi að þau ætluðu að beita sér fyrir takmörkuðu umbótum í landinu. Þetta virðist ekki hafa dregið úr óánægjunni því að mikið hefur verið um mótmæli í dag.

Amnesty International telur að 55 hafi látist í Sýrlandi í mótmælum síðustu daga. Mestu mótmælin eru í borginni Deraa, en þar kom til skotbardaga í dag. Í dag voru þeir sem létust í mótmælum fyrr í vikunni bornir til grafar, en mannfallið í borginni hefur ýtt undir frekari mótmæli.

Eins og í Egyptalandi, Túnís, Líbíu og í Jemen krefjast íbúar umbóta og aukins lýðræðis. Mótmælendur telja að loforð Bashar al-Assad forseta Sýrlands, sem tók við embætti af föður sínum, dugi ekki. Fréttir herma að mótmælendur hafi kveikt elda undir styttu af Hafez al-Assad, fyrrverandi forseta.

Stuðningsmenn Assad hafa einnig látið í sér heyra og hafa gengið um götur Damascus til stuðnings forsetanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert