Ríkisstjórn Kanada fallin

Stephen Harper, forsætisráðherra, á þinginu í dag eftir að vantrauststillagan …
Stephen Harper, forsætisráðherra, á þinginu í dag eftir að vantrauststillagan var samþykkt. Reuters

Ríkisstjórn Kanada er nú fallin eftir að þingið þar í landi samþykkti vantrauststillögu á Stephen Harper, forsætisráðherra og aðra ráðherra. Búist er við því að kosningar verði í landinu í byrjun maí.

Tilefni þess að tillagan var borin upp var meint „valdníðsla“ stjórnarinnar. Þingmenn helsta stjórnarandstöðuflokksins, Frjálslyndra, báru upp tillöguna og naut hún stuðnings tveggja annarra flokka á þingi, Bloc Quebecois og vinstriflokksins Nýrra demókrata. 156 greiddu atkvæði með tillögunni, en 145 á móti.

Nú er þess beðið að Harper gangi á fund David Johnston, landstjóra og óski eftir því að hann slíti þinginu og boði til kosninga. Kandadíska þjóðin hefur fjórum sinnum gengið til þingkosninga á síðustu sjö árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert