Ríkisstjórn Kanada fallin

Stephen Harper, forsætisráðherra, á þinginu í dag eftir að vantrauststillagan …
Stephen Harper, forsætisráðherra, á þinginu í dag eftir að vantrauststillagan var samþykkt. Reuters

Rík­is­stjórn Kan­ada er nú fall­in eft­ir að þingið þar í landi samþykkti van­traust­stil­lögu á Stephen Harper, for­sæt­is­ráðherra og aðra ráðherra. Bú­ist er við því að kosn­ing­ar verði í land­inu í byrj­un maí.

Til­efni þess að til­lag­an var bor­in upp var meint „valdníðsla“ stjórn­ar­inn­ar. Þing­menn helsta stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins, Frjáls­lyndra, báru upp til­lög­una og naut hún stuðnings tveggja annarra flokka á þingi, Bloc Qu­e­beco­is og vinstri­flokks­ins Nýrra demó­krata. 156 greiddu at­kvæði með til­lög­unni, en 145 á móti.

Nú er þess beðið að Harper gangi á fund Dav­id Johnst­on, land­stjóra og óski eft­ir því að hann slíti þing­inu og boði til kosn­inga. Kanda­díska þjóðin hef­ur fjór­um sinn­um gengið til þing­kosn­inga á síðustu sjö árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert