Obama ávarp þjóðina á mánudag

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að tjá sig um hlutverk Bandaríkjanna í Líbíu næsta mánudagskvöld. Ræðunni verður sjónvarpað í beinni útsendingu um öll Bandaríkin.

Bæði þingmenn Repúblikana og Demókrata hafa krafist þess að undanförnu að forsetinn skýri hver markmið Bandaríkjanna eru með afskiptum af Líbíu. Þá er lögð áhersla að ákveðið verði fyrir fram hvenær Bandaríkjaher verði dreginn til baka. Obama ræddi við þingmenn í gær um málið og svaraði þar ýmsum beinskeyttum spurningum ásamt æðstu fulltrúum í varnarmálum þjóðarinnar.

Búist er við því að í ræðunni á mánudagskvöld muni Obama skýra stefnuna framundan í málinu og hans rökstuðning fyrir beitingu valds gegn stjórninni í Líbíu. Þá er einnig búist við því að Obama muni greina frá því hvernig NATO hefur tekið við stjórn í málinu sem Bandaríkjamenn hafa veitt forystu hingað til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert