Sofnaði í flugturninum

Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum eru í uppnámi í kjölfar þess að flugumferðarstjóri á einum fjölfarnasta flugvelli landsins sofnaði á vaktinni. Hann var einn í flugturninum þegar hann sofnaði, og þurfti tvær flugvélar að lenda án leiðbeininga. Flugstjórarnir töldu að turninn væri mannlaus.

Flugumferðarstjórinn, sem hefur 20 ára starfsreynslu, hefur verið leystur undan störfum á meðan rannsókn fer fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert