Japönum sem misstu heimili sín í kjölfar jarðskjálftans fyrir tveimur vikum var í dag boðið að slaka á í baðhúsi sjálfs keisara Japan. Þetta er í fyrsta sinn sem almennum borgurum er veittur aðgangur að húsakynnum keisarafjölskyldunnar.
Margir þeirra sem þekktust boðið höfðu dvalið við þröngan kost í flóttamannaskýlum frá því flóðbylgja skall á Japan í kjölfar jarðskjálftans.