Vann tæpa 36 milljarða í lottó

Heppinn lottóspilari vann 312 milljónir dala, eða tæpa 36 milljarða íslenskra króna, í Ofurmilljóna-lottóinu í Bandaríkjunum. Miðinn var keyptur í verslun í Albany í New York-ríki.

Samkvæmt vefsíðu lottósins er þetta sjötti stærsti pottur í sögu happdrættisins. Sá stærsti var 390 milljónir dala, í mars 2007. Þetta er hins vegar næst stærsti potturinn sem aðeins einn vinningshafi hreppur. Hinn var 315 milljónir dala.

Ekki hefur enn verið greint frá því hver sigurvegarinn er í fjölmiðlum. Líklega kemur hann þó í leitirnar í næstu viku, en hann getur vitjað vinningsins á mánudag.

Tölurnar á sigurmiðanum voru: 22-24-31-52-54. Hinn svo kallaði Ofurbolti bar töluna fjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert