Andstæðingar Merkel ná völdum

Græningjar höfðu ástæðu til að fagna þegar fyrstu tölur birtust.
Græningjar höfðu ástæðu til að fagna þegar fyrstu tölur birtust. Reuters

Fyrstu tölur benda til þess að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafi tapað völdum í Baden-Wuerttemberg. Ástæðan er fyrst og fremst mikill sigur Græningja sem þrefalda fylgi sitt. Flokkur kristilegra demókrata hefur farið með völd í ríkinu síðan 1953.

Fyrstu tölur benda til þess að Græningjar og Jafnaðarmenn hafi fengið samtals 48,5% atkvæða, en Kristilegir demókratar, flokkur Merkel, og Frjálslyndir demókratar hafi fengið 43%. Samkvæmt tölunum þrefalda Græningjar fylgi sitt og fá 17% fylgi, en Jafnaðarmönnum er spáð 35,5% fylgi. Kristilegir demókratar fá samkvæmt þessum tölum 34% fylgi, sem er örlítið meira en í síðustu kosningum.

Talið er að ótti kjósenda við notkun kjarnorku hafi átt stóran þátt í úrslitum kosninganna, en þessi ótti er ofarlega í huga kjósenda eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan. Merkel tilkynnti fyrir kosningar að hún ætlaði að láta loka elstu kjarnorkuverunum í Þýskalandi. Þetta virðist ekki hafa dugað til að sefa ótta þeirra sem hafa mestar áhyggjur af nýtingu kjarnorkunnar. Eins töldu ýmsir að þessi yfirlýsing væri ódýrt kosningabragð af hálfu kanslarans.

Bygging nýrrar lestarstöðvar í Stuttgart hefur einnig valdið miklum deilum í fylkinu og deilurnar höfðu áhrif á kosningabaráttuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert