Jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig að stærð skók norðausturströnd Japans fyrir stundu. Að sögn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna liggja upptök skjálftans grunnt.
Veðurstofa Japans gaf í kjölfar skjálftans út aðvörun vegna mögulegrar tsunami flóðbylgju, allt að 50 cm hárri, við strendur Miyagi héraðs sem varð verst úti í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni þann 11. mars.