Fundu beinagrindur við sundlaugina

Douglas MacArthur herforingi hrakti Japani frá Filippseyjum.
Douglas MacArthur herforingi hrakti Japani frá Filippseyjum.

Starfsmenn sem unnið við sundlaug á Filippseyjum brá í brún þegar þeir fundu fjöldagröf með 14 beinagrindum við laugina. Lögreglan telur líklegast að fjöldagröfin sé frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

 Beinagrindurnar fundust í bænum Nasugbu sem er suður af höfuðborginni Manilla. Talið er að líkamsleifarnar séu allt af Filippseyingum.

Japanir hertóku Filippseyjar árið 1942, en eyjunum var áður stjórnað af Bandaríkjamönnum. Hernámið stóð í þrjú ár og var það hroðalegur tími í sögu Filippseyja. Þúsundir eyjaskeggja og Bandaríkjamanna létust á meðan á hernáminu stóð, margir úr hungri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert