Hélt að björninn dræpi mig

Olle Frisk er með stór sár á lærum eftir björninn.
Olle Frisk er með stór sár á lærum eftir björninn. TORD WESTLUND, AFTONBLADET

„Ég fékk algert áfall. Ég gargaði og heyrði félaga mína kalla „Olle, Olle Olle“. Björninn beit mig í annað lærið. Ég reyndi að berjast á móti og hugsaði, hvers vegna drepur hann mig ekki?“ Þannig lýsir hinn 12 ára Olle Frisk árás skógarbjarnar sem réðist á hann í Svíþjóð á föstudaginn.

Drengurinn var á skíðum á Funäsdalsfjalli í Svíþjóð og fór út af troðinni slóð. Líklega vaknaði björninn af værum dvala og brást svo illa við sem raun bar vitni. Björninn beit drenginn í báða fætur og klóraði í bakið á honum.

Olle segir í samtali við Aftonbladet að hann hafi verið með mikla verki eftir bitin. Honum tókst að nota skíðastafina til að draga sig frá birninum. Bæði skíðahjálmurinn og skíðin urðu hins vegar eftir hjá birninum.

„Björninn stoppaði og við horfðumst í augu. Ég hugsaði að ef hann kæmi aftur þá myndi ég berja hann með stafnum. Hann rak upp öskur og fór í burtu,“ sagði Olle.

Félagar Olle héldu að björninn hefði drepið hann. Julia móðir hans segir að Olli sé sterkur strákur. Hún segist vera afar glöð með að þetta hafi endað vel.

Eftir að drengnum var bjargað fóru björgunarmenn á staðinn til að kanna með björninn. Í ljós kom að um er að ræða birnu með tvo húna. Þeir liggja hjá skíðahjálminum hans Olle.

Myndband af birninum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert