Hélt að björninn dræpi mig

Olle Frisk er með stór sár á lærum eftir björninn.
Olle Frisk er með stór sár á lærum eftir björninn. TORD WESTLUND, AFTONBLADET

„Ég fékk al­gert áfall. Ég gargaði og heyrði fé­laga mína kalla „Olle, Olle Olle“. Björn­inn beit mig í annað lærið. Ég reyndi að berj­ast á móti og hugsaði, hvers vegna drep­ur hann mig ekki?“ Þannig lýs­ir hinn 12 ára Olle Fri­sk árás skóg­ar­bjarn­ar sem réðist á hann í Svíþjóð á föstu­dag­inn.

Dreng­ur­inn var á skíðum á Funäs­dals­fjalli í Svíþjóð og fór út af troðinni slóð. Lík­lega vaknaði björn­inn af vær­um dvala og brást svo illa við sem raun bar vitni. Björn­inn beit dreng­inn í báða fæt­ur og klóraði í bakið á hon­um.

Olle seg­ir í sam­tali við Aft­on­bla­det að hann hafi verið með mikla verki eft­ir bit­in. Hon­um tókst að nota skíðastaf­ina til að draga sig frá birn­in­um. Bæði skíðahjálm­ur­inn og skíðin urðu hins veg­ar eft­ir hjá birn­in­um.

„Björn­inn stoppaði og við horfðumst í augu. Ég hugsaði að ef hann kæmi aft­ur þá myndi ég berja hann með stafn­um. Hann rak upp ösk­ur og fór í burtu,“ sagði Olle.

Fé­lag­ar Olle héldu að björn­inn hefði drepið hann. Ju­lia móðir hans seg­ir að Olli sé sterk­ur strák­ur. Hún seg­ist vera afar glöð með að þetta hafi endað vel.

Eft­ir að drengn­um var bjargað fóru björg­un­ar­menn á staðinn til að kanna með björn­inn. Í ljós kom að um er að ræða birnu með tvo húna. Þeir liggja hjá skíðahjálm­in­um hans Olle.

Mynd­band af birn­in­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert