Hvatti menn til að leggja niður vopn

Benedikt páfi 16. skoraði í dag á stríðandi fylkingar í Líbíu að leggja niður vopn. Hann sagði þetta þegar þegar hann blessaði mannfjölda á Péturstorginu í Róm.

Páfi bað fyrir friði í Líbíu og í öllum löndum í N-Afríku. Hann hvatti stjórnmálamenn og stjórnendur hersins til að leggja niður vopn og taka upp viðræðum um pólitíska lausn.

Fyrr í dag heimsótti páfi minnismerki nærri Róm til að minnast þess að 67 ár eru frá því nasistar myrtu 335 Ítala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert