NATO tekur við stjórninni

Frönsk orrustuþota af gerðinni Mirage 2000 býr sig undir að …
Frönsk orrustuþota af gerðinni Mirage 2000 býr sig undir að taka á loft frá miðjarðarhafseyjunni Korsíku. Reuters

Atlantshafsbandalagið býr sig undir að taka við stjórn stríðsreksturins í Líbíu, þrátt fyrir andstöðu Frakka og Tyrkja. Bandaríkjamenn og Ítalir hafa hins vegar barist fyrir því að bandalagið taki við stjórn aðgerða gegn hersveitum Gaddafi.

Árásir á Líbíu halda nú áfram níunda daginn, en NATO munu leggjast yfir samþykktir Sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja öryggi almennra borgara.

Tyrkir eru eina aðildarríki NATO hvers þegnar eru að meirihluta til múslímar, en þeir hafa lagst gegn loftárásum vesturlandaþjóða í Líbíu.

Talsmaður NATO segir að í kjölfar þess að bandalagið taki við stjórninni verði verkefnið útvíkkað. Það verði hins vegar tryggt að sjónarmið allra NATO-ríkja verði tekin með í reikninginn, þar á meðal Tyrklands.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að með snöggum og ákveðnum aðgerðum hefði verið komið í veg fyrir „mannréttindaslys“ í Líbíu. Hann mun ávarpa þjóð sína í sjónvarpi á morgun, en hernaðaraðgerðirnar eru allt annað en óumdeildar þar í landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert