Rangar upplýsingar um geislun

Enn er reynt að kæla kjarnaofnana í Fukushima verinu með …
Enn er reynt að kæla kjarnaofnana í Fukushima verinu með því að dæla á þá vatni. Reuters

Stjórnendur kjarnorkuversins í Fukushima segja að upplýsingar um að geislun frá verinu hafi mælst 10 milljón sinnum yfir venjulegu ástandi séu ekki réttar. Geislunin sé vissulega mikil en ekki hafi verið rétt lesið af mælum í morgun.

Starfsmenn kjarnorkuversins voru fluttir á brott eftir að upplýsingar bárust um að geislun við verið væri 10 milljón sinnum yfir venjulegri geislun. Stjórnendur kjarnorkuversins segja að geislun sé mikil frá kjarnaofni 2 og full ástæða hafi verið til að senda starfsmennina heim.

Talsmaður kjarnorkueftirlitsstofnunar Japans sagði að geislun frá ofni 2 væri um þúsund millisieverts á klukkustund. Hann sagði að þetta væri mjög mikið. Talið er að geislun sem er hundrað millisieverts á ári sé nægileg til að valda myndun krabbameins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert