Danski drengurinn fundinn

Holger Kragh.
Holger Kragh.

Þriggja ára gamall drengur, sem leitað var að á Jótlandi frá því í gærmorgun, fannst í dag á lífi og að sögn danskra fjölmiðla er hann við góða heilsu. 

Drengurinn, sem heitir Holger Kragh, var með foreldrum sínum á námskeiði fyrir skátaforingja í Tranum nyrst á Jótlandi. Um klukkan 11 í gærmorgun hvarf hann en síðast sást til hans þar sem hann var einn á gangi skammt frá skátabúðunum.

Mikil leit var gerð að drengnum og var hans leitað í alla nótt og tók danski herinn meðal annars þátt í leitinni.  Kalt var á svæðinu og óttast var að Holger litli hefði fallið í pytt.

Maður, sem var í útreiðartúr á íslenskum hesti í morgun fann drenginn þar sem hann var á gangi. Er hann nú sagður í góðu yfirlæti ásamt foreldrum sínum í útvarpsbíl NordJyske og borðar súkkulaðiköku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert