Paul Baran, bandarískur verkfræðingur sem nefndur hefur verið „Faðir internetsins“ er látinn, 84 ára að aldri.
Baran bjó til og þróaði Arpanet, sem var forveri netsins.
Baran leitað upphaflega eftir samstarfi við símafélagið AT&T með samstarf fyrir augum varðandi Arpanet, en fyrirtækið sá sér það ekki fært vegna þess að það taldi að um væri að ræða óraunhæfa hugmynd.
„Paul var óhræddur við að fara leiðir sem oft voru öfugt við það sem aðrir töldu vera rétt,“ sagði Vinton Cerf, vinur Barans og aðstoðarforstjóri Google.
Arpanet var síðan tekið upp af bandaríska varnarmálaráðuneytinu í lok sjöunda áratugarins. Tilgangurinn var að búa til samskiptakerfi sem væri öruggt fyrir utanaðkomandi árásum og njósnum.