Bretar og Frakkar segja í sameiginlegri yfirlýsingu, að Múammar Gaddafi eigi að fara tafarlaust frá völdum í Líbíu. Hvetja þeir stuðningsmenn Gaddafis til að hætta stuðningi við hann áður en það verði of seint.
Í yfirlýsingunni segja leiðtogar Breta og Frakka, að þjóðarráð uppreisnarmanna verði að leggja grunn að því, að lýðræðislegir stjórnarhættir verði teknir upp í Líbíu.
Ríkisfjölmiðlar í Líbíu sögðu i dag, að herflokkar, hliðhollir Gaddafi, hafi hætt árás á borgina Misrata og kyrrt sér orðið í borginni. Ekki var ljóst af fréttum hvort stjórnarhermenn hafi náð borginni á sitt vald.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun flytja sjónvarpsávarp í kvöld þar sem hann mun útskýra fyrir bandarísku þjóðinni hvers vegna hann ákvað að Bandaríkjaher tæki þátt í aðgerðum gegn Gaddafi.
Mun Obama segja, að tekist hafi með aðgerðunum að koma í veg fyrir miklar hörmungar og manntjón meðal almennra borgara.