Geislavirkt vatn lekur út

Mjög geislavirkt vatn lekur nú út úr byggingu í Fukushima Dai-ichi kjarnorkuverinu í Japan. Vatnið er í skurði sem tengist kjarnaofni 2 í verinu.

Talsmaður Tokyo Electric Power Co. sem rekur kjarnorkuverið, sagði að kanna þyrfti hvort vatnið læki beint út í sjó.

Staðfest var í morgun, að 10.001 lík hefur fundist eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna, sem riðu yfir norðausturhluta Honshueyjar í Japan 11. mars. Þá er 18 þúsund manns saknað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka