Rúmenski Evrópuþingmaðurinn Adrian Severin sagðist í dag ætla að segja sig úr stjórnmálaflokki sínum í Rúmeníu vegna ásakana um að hann hefði gerst sekur um spillingu.
Severin sagðist hins vegar ekki ætla að segja af sér þingmennsku á Evrópuþinginu og sagðist raunar ekki hafa gert neitt rangt. Tveir aðrir þingmenn, Slóveninn Zoran Thaler og Austurríkismaðurinn Ernst Strasser, hafa hins vegar sagt af sér þingmennsku vegna málsins.
Breska blaðið Sunday Times sagði nýlega frá því, að þremenningarnir hefðu þegið boð um að fá 100 þúsund evru hver, um 16 milljónir króna, á ári fyrir að leggja til breytingar á löggjöf Evrópusambandsins.
Fjórði þingmaðurinn, Spánverjinn Pablo Zalba Bidegain, hefur einnig verið bendlaður við málið.