Konur fá ekki að bjóða sig fram

Abdullah konungur Sádi-Arabíu.
Abdullah konungur Sádi-Arabíu. Reuters

Bann við fram­boði kvenna til op­in­berra embætta í Sádi-Ar­ab­íu verður áfram í gildi. Þetta var til­kynnt í dag, en sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar verða í land­inu í næsta mánuði.

„Við erum ekki til­bún­ir fyr­ir þátt­töku kvenna í þess­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um,“sagði formaður kjör­stjórn­ar lands­ins, Abdulra­hm­an al-Dahmash, í dag.

Hann sagði að kon­um „yrði leyft“ að bjóða sig fram í næstu kosn­ing­um.

Ekki er mik­il hefð fyr­ir lýðræðis­leg­um kosn­ing­um í land­inu, sem er kon­ungs­veldi. Fyrstu lýðræðis­legu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar voru haldn­ar árið 2005 og þá fengu kon­ur hvorki að bjóða sig fram né kjósa.

Abdullah, kon­ung­ur lands­ins, hef­ur lýst því yfir að 100 millj­örðum Banda­ríkja­doll­ara verði varið til ým­issa um­bóta í land­inu og var­ar þegna sína við að mót­mæla, en Sádi-Ar­ab­ar hafa lítið haft sig í frammi við mót­mæli.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert