Trump efast um fæðingarstað Obama

Donald Trump og eiginkona hans, Melania.
Donald Trump og eiginkona hans, Melania. Reuters

Aðkýfingurinn og hugsanlega tilvonandi forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur efasemdir um að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sé fæddur í Bandaríkjunum. Þessu lýsti Trump yfir í þættinum Fox and Friends í morgun.

„Ég er mjög hugsi,“ svaraði Trump þegar hann var spurður hvort hann héldi að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. „Það eru engar hjúkrunarkonur - og þetta er forseti Bandaríkjanna - sem muna. Það getur verið að hann hafi fæðst utan Bandaríkjanna. Af hverju getur hann ekki sýnt fram á fæðingarskírteini?“

Trump átti í heitum umræðum í þættinum The View í síðustu viku um þessa kenningu, að Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og gæti því ekki setið í forsetastól. Í viðtali á ABC-sjónvarpsstöðinni sagði hann: „Ástæðan fyrir því að ég hef efasemdir, bara minniháttar efasemdir, er því hann ólst upp og enginn þekkti hann.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert