Bjóða Japönum í sturtu

Bandaríski sjóherinn hefur komið upp sturtuaðstöðu í norðaustur Japan til afnota fyrir heimamenn, sem margir hverjir eru heimilislausir eftir náttúrhamfarirnar 11. mars.

Margir eru heimilislausir á þessum slóðum og búa við bága hreinlætisaðstöðu og áhyggjur hafa verið af því að sjúkdómar kunni að brjótast út. Framtak sjóhersins er liður í að fyrirbyggja það.

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, sagði í morgun að staðan í Fukushima kjarnorkuverinu væri enn ótrygg og sagði að ríkisstjórnin legði sig alla fram við að takast á við vandamálin þar.

Í gær var tilkynnt að geislavirkt vatn væri í skurðum við verið og hætta væri á að það læki út í sjó. Þá fannst plútón í sýnum úr jarðvegi.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert