Clinton: „Við bíðum og fylgjumst með“

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Reuters

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að umbætur í Sýrlandi væru tímabærar, eftir að ríkisstjórnin þar í landi sagði af sér í dag. Þó nokkur ólga hefur verið í Sýrlandi undanfarnar tvær vikur.

„Við bíðum og fylgjumst með því hvað kemur frá stjórnvöldum í Sýrlandi,“ sagði Clinton eftir samkomu fjörutíu þjóðarleiðtoga í London í dag. „Við styðjum hinar tímabæru umbætur sem Sýrlendingar eru að krefjast af stjórnvöldum, eins og að afnema neyðarlög í landinu. Við viljum sjá friðsamleg umskipti og viljum sjá lýðræði sem sýnir vilja fólksins,“ sagði utanríkisráðherrann. Ríkisstjórnin, sem var undir forystu Mohammed Naji Otri, hafði verið við völd síðan 2003.

Búist er við því að  Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, muni kynna nýja ríkisstjórn fyrir vikulok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert