Elstu rit um kristni fundin?

Talið er að um 70 forn­ar bæk­ur sem fund­ust í helli í Jórdan­íu séu elstu kristnu rit sem hafa fund­ist í heim­in­um, en bæk­urn­ar eru sagðar vera um 2000 ára gaml­ar. Sér­fræðing­ar telja að þeir geti breytt skiln­ingi manna á því á upp­hafi krist­inn­ar trú­ar.

Hver og ein þeirra er með á bil­inu fimm til fimmtán síður úr blýi og eru þær bundn­ar með blýhringj­um. Breska rík­is­út­varpið seg­ir að bedúíni hafi fundið bæk­urn­ar í af­skekkt­um dal í norður­hluta Jórdan­íu á milli 2005 og 2007.

Stjórn­völd í Jórdan­íu segja að þær séu ein­stak­lega fá­gæt­ar og segi frá upp­hafi kristni. Þau segja að ann­ar bedúíni hafi smyglað bók­un­um yfir til Ísra­els. Hann neit­ar sök og seg­ir að bæk­urn­ar hafi verið í eigu fjöl­skyld­unn­ar í yfir heila öld.

Stjórn­völd í Jórdan­íu hyggj­ast gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að fá bæk­urn­ar aft­ur. 

Talið er að bæk­urn­ar geti breytt skiln­ingi manna á því hvernig Jesús var kross­fest­ur og hvernig hann reis upp frá dauðum.

Haft er eft­ir Ziad al-Saad, forn­minja­verði í Jórdan­íu, að hann telji að fylgj­end­ur Jesús­ar hafi skrifað bæk­urn­ar nokkr­um ára­tug­um eft­ir að hann var kross­fest­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert