Fer Gaddafi í útlegð?

Gaddafi gæti hugsanlega verið sendur í útlegð.
Gaddafi gæti hugsanlega verið sendur í útlegð. Reuters

Utanríkisráðherra Bretlands,  William Hague, sagði í dag að best væri fyrir Gaddafi Líbíuforseta að koma fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. Hann útilokar þó ekki að Gaddafi gæti  verið sendur í útlegð.

„Við ráðum því auðvitað ekki hvað verður um Gaddafi. Ekki ætla ég að velja elliheimili fyrir hann,“ sagði Hague í viðtali við BBC útvarpsstöðina í morgun.

„Auðvitað finnst mér að hann eigi að koma fyrir rétt, ef upplýsingar um að hann hafi framið glæpsamlegt athæfi liggja fyrir,“ bætti Hague við.

„En hvert hann fer, ef hann fer, það veltur á honum sjálfum og fólkinu í Líbíu að ákveða það.“

Lundúnablöðin The Times og The Guardian segja í dag að á fundinum í London á fimmtudaginn, þar sem fulltrúar 35 þjóða munu ræða framtíð aðgerða í Líbíu, verði rætt um að bjóða Gaddafi undankomuleið.

Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði í viðtali síðastliðinn sunnudag, að  ekki  væri lengur ásættanlegt að Gaddafi væri við völd en til greina kæmi að bjóða honum að leita hælis í öðru landi. Frattini sagði í viðtalinu að samstarfsmenn Gaddafis væru að vinna að því að þetta væri framkvæmanlegt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert