Muammar Gaddafi, forseti Líbíu, biðlar til þjóða heims að binda enda á „villimannslega framkomu“ gagnvart Líbíu. Þetta kemur fram í bréfi Gaddafis til fundar þjóðarleiðtoga sem fer fram í London á fimmtudaginn.
Á fundinum verða málefni Líbíu rædd. Gaddafi líkir loftárásunum, sem nú eru á ábyrgð NATO, við árásir Hitlers í heimsstyrjöldinni síðari.