Að minnsta kosti sjö hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Taílands. Miklar rigningar eru nú í landinu, en þær hófust fyrir sex dögum síðan. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 63 héröðum í sjö sýslum.
Aðstoðarforsætisráðherra landsins, Suthep Thaugsuban, segir að erfitt sé að koma fólki til bjargar vegna óveðurs. Hann segir að um leið og vinda lægi fari her landsins á svæðið og flytji fólk á brott.
Lestarferðum hefur verið aflýst og flugvöllum er lokað í suðurhluta Taílands, en Samui, sem er vinsæll ferðamannabær, er staðsettur í þessum landshluta. Um 600 ferðamenn eru nú strandaglópar þar og komast ekki til síns heima.